Ganghestar - Fréttir
 
 
 
 

Andri tekur á móti hryssum

Stóðhesturinn Andri frá Vatnsleysu tekur á móti hryssum á Hestheimum frá og með 17. júní. Andri er undan heiðursverðlaunahestinum Kolfinni frá Kjarnholtum I og stólpahryssunni Alísu frá Vatnsleysu.

Andri hefur hlotið 8,38 í aðaleinkunn í kynbótadómi sem skiptist í 8,17 (7,5-8,0-8,5-9,0-8,0-8,5-8,0-6,5) fyrir sköpulag og 8,51 (9,0-8,5-8,0-8,0-9,0-8,5-7,5) fyrir hæfileika.

Þeir Siggi hafa verið að gera það gott í keppni nú í vor en þeir sigruðu B-flokk á Gæðingamóti Fáks núna í maí og hlutu þeir 8,71 í forkeppni og hvorki meira né minna en 9,06 í úrslitunum. Þeir tóku þátt í tölti á Reykjavíkurmeistaramótinu í vor og hlutu 7,70 í einkunn út úr forkeppni og í úrslitum gerðu þeir enn betur og hlutu 8,28 í aðaleinkunn. Þeir urðu jafnframt í þriðja sæti í tölti Meistaradeildar nú í vetur með 8,22 í einkunn.

Allar nánari upplýsingar í símum 897 1713, 696 1332 og 777 8002. 

 
 

www.ganghestar.is | Siggi Matt & Edda Rún | Vesturási 24 | 110 Reykjavík | Sími: 777 8002 & 897 1713 | info@ganghestar.is


Netvistun