Ganghestar - Fréttir
 
 
 
 

Gleðitíðindi dagsins

Í dag fengum við gleðitíðindi þegar að "hjákonan hans Sigga" Verona frá Árbæ var staðfest með 23 daga fyl eftir Mátt frá Leirubakka.

Þetta er eiginlega þreföld ánægja fyrir okkur þar sem Verona sem var í þjálfun hjá okkur í þrjú ár er mikil vinkona okkar, Máttur okkar frá Leirubakka er faðirinn og við eigum fylið.

Verona (ae. 8,32) er fædd 2004 og er undan Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti og er hún í eigu Maríönnu Gunnarsdóttur, vinkonu okkar eða "ömmu Mörru" eins og hún er stundum kölluð á heimilinu. Máttur er undan Keili frá Miðsitju og Hrafnkötlu L52 frá Leirubakka. Má því segja að við og Maríanna eigum dálítið miklar taugar til þessa fyls þar sem við eigum Keili núna en hann var áður í eigu fjölskyldu Maríönnu.

Meyfylgjandi myndir voru teknar þegar folaldið var búið til en merkilegt nokk þá þurfti bara eitt skipti hjá þeim til að allt heppnaðist. Hún virðist vera vel frjó hún Verona þar sem hún og Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu þurftu bara eitt skipti í fyrra. Folaldið með henni er eins og áður sagði undan Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu og heitir prinsessan Þórdís frá Árbæ.

 
 

www.ganghestar.is | Siggi Matt & Edda Rún | Vesturási 24 | 110 Reykjavík | Sími: 777 8002 & 897 1713 | info@ganghestar.is


Netvistun