Samhliða sigrinum voru þau valin í sænska landsliðið til að keppa á HM í Austurríki sem er í fullum gangi núna. Það sem gerir þetta sérstakt í okkar huga er að við áttum Blæju seldum Reyni hana, höfum við reynt að fylgjast með þeim síðan.
Við viljum nota tækifærið og óska Reyni og Blæju til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í Austurríki. Meðfylgjandi mynd fengum við senda frá Reyni en hún er tekin eftir að hann var krýndur sænskur meistari í fjórgangi.