Ganghestar - Fréttir
 
 
 
 

Til hamingju Reynir og Blæja

Sumarið er tíminn hjá þeim sem eru á kafi í keppni bæði hér á landi sem erlendis og er alltaf gaman að fylgjast með því sem er að gerast á meginlandinu. Eitt atriði sem vakti athygli okkar á dögunum og fékk okkur til að brosa innra með okkur var þegar vinur okkar Reynir Aðalsteinsson var krýndur sænskur meistari í fjórgangi á Blæju frá Skáney.

Samhliða sigrinum voru þau valin í sænska landsliðið til að keppa á HM í Austurríki sem er í fullum gangi núna. Það sem gerir þetta sérstakt í okkar huga er að við áttum Blæju seldum Reyni hana, höfum við reynt að fylgjast með þeim síðan.

Við viljum nota tækifærið og óska Reyni og Blæju til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í Austurríki. Meðfylgjandi mynd fengum við senda frá Reyni en hún er tekin eftir að hann var krýndur sænskur meistari í fjórgangi.

 
 

www.ganghestar.is | Siggi Matt & Edda Rún | Vesturási 24 | 110 Reykjavík | Sími: 777 8002 & 897 1713 | info@ganghestar.is


Netvistun